Njálunaut - beint frá bónda

Njálunaut er góður valkostur fyrir ört stækkandi hóp neytanda sem vill vita...

  • Hvað er á matardisknum
  • hvaðan það kemur
  • hvernig það hefur verið meðhöndlað
  • hvers er vænta
  • því ekki að prófa

Nýtt fyrirkomulag í sölu nautakjöts.

Njálunaut er nýtt fyrirkomulag við sölu nautakjöts á Íslandi, þar sem neytendum er gefinn kostur á að kaupa úrvals nautakjöt beint frá bónda milliliðalaust, ekið heim að dyrum sé þess óskað.

Framleiðsla Njálunauts fer fram á býlinu Vestra-Fíflholti skammt frá Hvolsvelli, á býlinu eru jafnan í eldi um 200 gripir, að mestu af íslenskum stofni.