Fóðrun og eldi

Sjálfvirk kálfafóstra fóðrar kálfana fyrstu þrjá mánuðina, þeir hafa einnig frjálsan aðgang að próteinríku kjarnfóðri. Þá tekur við eldisskeið með snemmslegnu kjarngóðu gróffóðri ásamt hóflegri gjöf af heimaræktuðu byggi. Síðustu mánuðina er bætt við orkumeira kjarnfóðri til að tryggja bragðgæði og meyrni kjötsins. Tekið skal fram að um sérhæfða framleiðslu er að ræða þar sem allir þættir framleiðslunar miða að því að fólk geti treyst að það sé að kaupa gæðavöru.