Vörulýsing og verð

Kjötið er úrbeinað vacumpakkað og merkt í kjötvinnslu sláturhússins.

Af einum skrokk er u.þ.b. helmingur hakk en hinn eru safaríkar steikur og gúllas.

Gripurinn er seldur í heilum og hálfum skrokkum og einnig í fjórðung úr skrokk.

Verð á kíló er 2.100 kr. Verð á fjórðungi úr skrokk af 250 kílóa nauti er u.þ.b. 80.000 - 85.000. kr.

Einnig geta þeir sem hafa aðstöðu til vinnslu keypt heilan eða hálfan á beini en þá er verðið 920 kr.kg.

Ýmist getur kaupandinn sótt kjötið eða fengið heimakstur, allt að þörfum hvers og eins.

Heimakstur miðast þó eingöngu við stórhöfuðborgarsvæðið og Suðurland.